Innlent

Hildur býður sig fram í 4. sæti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Áður var hildur varaborgarfulltrúi frá 2010 og sit hún í umhverfis- og skipulagsráði, mannréttindaráði og stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar. 

Hildur er 38 ára gömul og lögfræðingur að mennt. Hún hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri V-dagsins, sem berst gegn kynferðisbrotum og einnig sem framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival. Þar á undan gegndi hún stöðu verkefnisstjóra Jafningjafræðslunnar fyrir ÍTR og menntamálaráðuneytið. Þá hefur Hildur einnig starfað erlendis og gefið út metsölubókina Fantasíur. 

„Ég vil nýta reynslu mína úr borgarmálum, meðal annars til að berjast fyrir hagsmunum Reykvíkinga á þingi. Ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa í umræðunni um hvernig við getum sýnt fyrirhyggju við uppbyggingu ferðaþjónustu, hlúð að því góða í borgarsamfélaginu okkar og verndað náttúru landsins okkar um leið og við njótum ávaxtanna af gífurlegri fjölgun ferðamanna. Ég vil nýta reynslu mína úr borgar- og skipulagsmálum til að stuðla að því að hægt sé að tryggja gott og hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og alla aðra,“ segir í tilkynningu frá Hildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×