Innlent

Sema Erla sækist eftir 2. sæti.

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sema Erla Serdar
Sema Erla Serdar
Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna komandi Alþingkosninga.

Sema Erla er 29 ára stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum og Evrópurétti frá Edinborgarháskóla. Hún er í dag formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og situr í Jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogsbæjar.

„Áherslan hefur í alltof langan tíma verið á kolranga hluti. Sérhagsmunaöflin og auðvaldið hafa alltof lengi ráðið för í samfélaginu og við hin höfum um of langan tíma þurft að lúta í lægra haldi. Niðurstaðan er landflótti ungs fólks, húsnæðismarkaður sem er í molum, ónýtt heilbrigðiskerfi og aðför að menntakerfinu. Íslensk stjórnmál hafa ekki endurspeglað þá fjölbreytni sem finna má í íslensku samfélagi um langan tíma. Gamaldags flokkapólitík, klíkuskapur og Alþingi sem virðist oft á tíðum ekki vera í neinum tengslum við samfélagið er einfaldlega ekki í lagi lengur,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Semu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×