Íslenski boltinn

Óvissa um framtíð Hólmberts

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmbert byrjaði vel hjá KR en hefur verið ískaldur á þessu tímabili.
Hólmbert byrjaði vel hjá KR en hefur verið ískaldur á þessu tímabili. vísir/eyþór
Uppfært 20.40 Útlit er fyrir að óvissunni hafi verið eytt. Á Twitter hefur verið tilkynnt að Hólmbert sé genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ.

Óvíst er hver framtíð framherjans Hólmberts Arons Friðjónssonar verður.

Hólmbert er leikmaður KR en hann hefur verið sterklega orðaður við Stjörnuna í félagaskiptaglugganum sem lokar nú á miðnætti.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gat lítið tjáð sig um stöðuna á máli Hólmberts í samtali við Vísi í kvöld. Hann staðfesti þó að Stjarnan og KR hefðu átt í viðræðum undanfarna daga.

Hólmbert, sem kom til KR frá Celtic fyrir um ári síðan, hefur verið ískaldur fyrir framan mark andstæðinganna í sumar og á enn eftir að skora í Pepsi-deildinni.

Hólmbert hefur alls leikið 63 leiki í efstu deild fyrir Fram og KR og skorað 14 mörk.


Tengdar fréttir

Ólafur: Okkur hafa verið boðnir leikmenn

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var svekktur eftir að hans menn fengu á sig jöfnunarmark á lokamínútunum gegn Fjölni í Grafarvogi í kvöld.

KR-ingar vilja Kristinn Frey í skiptum fyrir Hólmbert

Svo gæti farið að Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður KR, yfirgefi liðið í félagaskiptaglugganum en hann hefur ekki náð sér á strik fyrir KR-inga í sumar og ekki enn náð að skora mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×