Íslenski boltinn

Atli Guðnason fór í sjúkrabíl af Hásteinsvelli

Atli Guðnason í leik FH og Dundalk á dögunum.
Atli Guðnason í leik FH og Dundalk á dögunum. vísir
Atli Guðnason, framherji FH, fór með sjúkrabíl af vellinum eftir að hafa orðið fyrir tæklingu á lokamínútum leiks ÍBV og FH sem fór fram á Hásteinsvelli fyrr í dag.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en skömmu áður en tæklingin átti sér stað náðu Eyjamenn að jafna metin en þá reyndu FH-ingar að færa sig framar á völlinn.

Sjá einnig:Leik lokið: ÍBV - FH 1-1 | Bragðdauft jafntefli í Eyjum

Atli fékk stungusendingu inn fyrir vörn Eyjamanna en Jón Ingason, bakvörður ÍBV, náði að hreinsa með er virtist vera góðri tæklingu á síðustu stundu.

Atli virtist hinsvegar lenda eitthvað illa og fá högg á magann en það þurfti að bera hann af velli eftir tæklinguna.

Fór hann beinustu leið upp í sjúkrabíl en það þurfti að klippa af honum treyjuna þar sem hann gat ekki farið úr henni upp á eigin spýtur.

Heimir sagðist ekki vera með nægar upplýsingar til að segja hvað hefði gerst nákvæmlega við blaðamann Vísis í Vestmannaeyjum en að Atli myndi fara í myndatöku í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×