Íslenski boltinn

Emil um fótbrotið: Festist í gervigrasinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil er hér lengst til hægri.
Emil er hér lengst til hægri. Vísir/Vilhelm
Emil Atlason, leikmaður Þróttar, mun fara í aðgerð síðar í dag eftir að hann fótbrotnaði snemma leiks gegn Stjörnunni í gær. Þetta staðfesti hann við mbl.is í dag.

Emil var borinn af velli en strax varð ljóst að meiðslin voru slæm. „Ég horfði á boltann fara í burtu og fékk einhverja snertingu frá Grétari [Sigfinni Sigurðarsyni] sem ég bjóst ekki við,“ sagði Emil.

„Ég festist í gervigrasinu, fóturinn varð eftir og ég lenti einhvern veginn ofan á honum. Þetta var ekkert þægilegt.“

Emil segir að hann veðri líklega í gipsi í fimm vikur og enn sé óvíst hversu lengi hann verði frá alls. Þróttur er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×