Íslenski boltinn

Formaður knattspyrnudeildar FH til rannsóknar hjá skattstjóra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH. vísir/pjetur
Jón Rúnar Halldórsson er nú til rannsóknar hjá skattstjóra eftir að nafn hans kom fram í Panama-skjölunum svokölluðu.

Jón Rúnar er formaður knattspyrnudeildar FH en þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Jón Rúnar var skráður fyrir aflandsfyrirtækinu Sutherland Consultancy sem var stofnað á Bresku Jómfrúareyjunum árið 2007.

„Ég kannast við félagið og kannski það merkilegasta við það er að nafnið er ansi flott,“ sagði Jón Rúnar í samtali við Fréttatímann.

Hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu Saltkaup árið 2007 og var fyrirtækið stofnað tveimur mánuðum síðar. Því var svo endanlega slitið árið 2012 en Jón Rúnar staðfestir að ríkisskattstjóri hafi sent honum bréf vegna málsins.

Í Fréttatímanum kemur fram að þar með sé ljóst að skattayfirvöld hafi ekki verið upplýst um tilvist félagsins.

Lestu frétt Fréttatímans hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×