Íslenski boltinn

Hermann: Einbeytingaleysi að fá á sig svona ódýr mörk

Ingvar Haraldsson skrifar
Hermann var svekktur í leikslok. Fylkir er án stiga eftir tvo leiki.
Hermann var svekktur í leikslok. Fylkir er án stiga eftir tvo leiki. vísir/valli
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Breiðabliki enda hans lið stigalaust eftir tvo leiki. Einkum var það varnarleikur liðsins í mörkum Breiðabliks sem ollu honum vonbrigðum.

„Bara hrikalega ódýr mörk, tvö föst leikatriði, þú verður að verjast þeim ef þú ætlar að gera eitthvað,“ segir Hermann.

Hann segist þó sjá framfarir í leik sinna manna. „Heilt á litið var ég rosalega ánægður með leik liðsins, þó það sé alltaf hægt að bæta sig aðeins, en það er stígandi í þessu í dag frá því í fyrsta leik.

Hermann segir leikina tvo hafa geta farið í báðar áttir en hlutirnir hafi ekki fallið með hans mönnum.

„Þetta er einbeitingaleysi, ákveðið einbeitingaleysi að fá á sig svona ódýr, bara „soft“ mörk úr föstum leikatriðum,“ segir Hermann.

„Sérstaklega þetta seinna, bara hund léleg aukaspyrna og menn verða að vera vakandi, vera á tánum og vilja þetta.“

Þarf að sjá leikinn aftur til að meta nýja markvörðinn 

Fylkir nældi sér í 19 ára markvörð frá Reading í vikunni, Lewis Ward, sem lék sinn fyrsta leik í dag. „Hann kom þokkalega frá þessu, það reyndi svo sem ekkert á hann af viti,“ segir Hermann en bætir þó við að hann eigi eftir að horfa á leikinn aftur í heild sinni til að geta betur dæmt um framistöðu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×