Fótbolti

Hvernig var þetta ekki rautt? | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hafsteinn Briem, miðvörður ÍBV, var heppinn að fá ekki rautt spjald þegar hann hefndi sín á broti danska sóknarmannsins Nicolaj Hansen með að sparka hann niður þegar boltinn var ekki í leik.

Hansen var svo sem heppinn sjálfur að fá ekki að minnsta kosti gult spjald fyrir stórhættulega tæklingu á Hafstein, en viðbrögð hans hefðu líklega átt að skila honum brottrekstri.

Hafsteinn var eðlilega reiður yfir tæklingunni sem var sem fyrr segir stórhættuleg á stoðfótinn frá Dananum. Viðbrögð eins og Hafsteinn bauð upp á hafa nú vanalega skilað mönnum snemma í sturtu.

Gunnar Helgason, dómari leiksins, ræddi málið stuttlega við aðstoðardómara sinn og tók svo þá stórmerkilegu ákvörðun að gefa hvorki Hansen né Hafsteini svo mikið sem gult spjald.

Valur vann leikinn 2-0 en mörkin má sjá hér.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×