Íslenski boltinn

Willum Þór mættur í stjórnina hjá Blikum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Willum var alltaf líflegur á hliðarlínunni. Hefur verið rólegri á þinginu.
Willum var alltaf líflegur á hliðarlínunni. Hefur verið rólegri á þinginu. vísir/vilhelm
Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldin í gær. Þrír nýir aðilar koma inn í stjórn félagsins.

Þar vekur mesta athygli að þingmaðurinn og fyrrum aðstoðarþjálfari félagsins, Willum Þór Þórsson, er mættur í stjórnina.

Willum hefur mikla reynslu úr boltanum. Var meðal annars leikmaður hjá Breiðablik og KR. Willum náði einnig leikjum með Haukum og Þrótti. Hann hefur síðan þjálfað félög eins og KR, Val og Keflavík. Hann var um tíma aðstoðarþjálfari Blika er Guðmundur Benediktsson þjálfaði liðið.

Aðrir nýir í stjórn Blika eru Snorri Arnar Viðarsson og Ásta Lárusdóttir. Borghildur Sigurðardóttir var endurkjörin formaður deildarinnar með dúndrandi lófataki.

Reksturinn var réttu megin við núllið á síðasta ári en veltan var 265 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×