Viðskipti erlent

Pundið að veikjast

Sæunn Gísladóttir skrifar
Breska pundið hefur veikst í morgun eftir að Boris Johnson lýsti því yfir að hann styðji útgöngu úr Evrópusambandinu.
Breska pundið hefur veikst í morgun eftir að Boris Johnson lýsti því yfir að hann styðji útgöngu úr Evrópusambandinu. Vísir/AFP
Gengi pundsins hefur veikst í viðskiptum í Asíu í morgun eftir fréttir þess efnis að borgarstjóri London, Boris Johnson, muni beita sér fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Breska pundið hefur jafnframt veikst gagnvart Bandaríkjadal sem nemur 1,7 prósent í morgun. Þetta er mesta lækkun á einum degi í sex ár.

Ákveðið var í síðustu viku að efna til kosningar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu þann 23. Júní næstkomandi. Greiningaraðilar telja að jafnvel ef ekki verði að útgöngunni sé óvissan að valda sveiflum á gengi pundsins.


Tengdar fréttir

Boris vill að Bretar yfirgefi ESB

Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×