Viðskipti erlent

Tapaði 700 milljörðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mark Cutifani, framkvæmdastjóri Anglo American, hefur ástæðu til að vera áhyggjufullur.
Mark Cutifani, framkvæmdastjóri Anglo American, hefur ástæðu til að vera áhyggjufullur. Vísir/Getty
Námurisinn Anglo American tapaði 5,5 milljörðum dollara, eða tæplega sjö hundruð milljörðum íslenskra króna, fyrir skatt á árinu 2015.

Tapað var tvöfalt meira en árið 2014. Haft er eftir framkvæmdastjóranum Mark Cutifani í frétt BBC um málið að ástandið á alþjóðamörkuðum sé að valda námuiðnaðinum verulegum erfiðleikum. 

Anglo stefnir að því að selja eignir fyrir 3-4 milljarða dollara, 400-500 milljarða króna, til að bæta fjárhag sinn. 

Fyrirtækið er nú að byggja upp framtíð sína í kringum kopar, platín og demantaiðnaðinn.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×