Íslenski boltinn

Valsmenn búnir að finna arftaka Patrick Pedersen

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nikolaj Hansen skrifar undir samninginn við Val.
Nikolaj Hansen skrifar undir samninginn við Val. mynd/valur
Pepsi-deildarlið Vals er búið að finna arftaka danska framherjans Patrick Pedersen sem fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð.

Valsmenn eru búnir að ganga frá samningi við annan danskan framherja, Nikolaj Hansen, sem kemur til Vals frá Vestsjælland í Danmörku. Hann hefur einnig leikið með Köge á sínum ferli.

„Ég er mjög spenntur fyrir að koma til Íslands og spila í bestu deildinni þar. Valur er einn af stærstu klúbbunum á Íslandi og með langa sögu og það heillar að koma í félagið. Ég vil koma, æfa mikið, leggja mikið á mig fyrir liðið og liðsfélagana og vonandi skora mörk,“ segir Hansen á Facebook-síðu Vals sem greinir frá félagaskiptunum.

Hansen, sem er 22 ára gamall, skoraði sex mörk í níu leikjum fyrir Vestsjælland fyrir áramót í dönsku 1. deildinni.

Valur hafnaði í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð og varð bikarmeistari í fyrsta sinn síðan 2005.

Arftaki Pedersen fundin - Nikolaj Hansen sem við knattspyrnudeild Vals....."Ég er mjög spenntur fyrir að koma til Í...

Posted by Valur Fótbolti on Monday, February 1, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×