Viðskipti erlent

Greiddu allt að 600 þúsund fyrir miðann

Sæunn Gísladóttir skrifar
Super Bowl 50 sem fór fram í gær var dýrasti Super Bowl sögunnar. Þeir sem keyptu miða á leikinn á síðustu stundu, eða nokkrum dögum fyrir leikinn, greiddu að meðaltali 4.841 dollara, jafnvirði 617 þúsund íslenskra króna, fyrir miðann.

Meðalverð á miða á Super Bowl nam milli 850 og 1.800 dollara, jafnvirði 108 þúsund til 230 þúsund íslenskra króna, í hefðbundinni sölu. Sumir greiddu þó allt að 3.000 dollara, jafnvirði 382 þúsund króna, fyrir lúxus sæti. 

Meðalverð á Super Bowl nokkrum tímum fyrir leikinn, þegar miðar eiga það til að lækka í verði, var 4.639 dollara, eða tæplega 600 þúsund krónur.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×