Íslenski boltinn

Glenn áfram í Kópavoginum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glenn skoraði átta mörk í níu leikjum fyrir Breiðablik á síðasta tímabili.
Glenn skoraði átta mörk í níu leikjum fyrir Breiðablik á síðasta tímabili. vísir/anton
Jonathan Glenn hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Breiðablik.

Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Blika en Glenn spilaði stórvel fyrir Kópavogsliðið eftir að hann kom til þess frá ÍBV um mitt síðasta tímabil.

Glenn skoraði átta mörk í níu leikjum fyrir Breiðablik sem endaði í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. Blikar fengu 46 stig sem er það mesta sem liðið hefur fengið í efstu deild.

Glenn var sterklega orðaður við norska liðið Lilleström eftir tímabilið og flest benti til þess að hann væri á förum frá Breiðabliki. Svo fór hins vegar að Glenn framlengdi samning sinn við félagið.

Glenn hefur alls skorað 29 mörk í 47 leikjum í deild og bikar hér á landi. Þá hefur hann leikið fjóra landsleiki fyrir Trínídad og Tóbagó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×