Viðskipti erlent

Swatch að þróa snjallúr

Sæunn Gísladóttir skrifar
Svissneski úrframleiðandinn Swatch hefur hafið samstarf við Visa við þróun á snjallúri. Með samstarfinu verður hægt að nýta úrið eins og greiðslukort.

Swatch, sem er stærsti úrframleiðandi heims, mun nýta sér tækni Visa til að hægt sé að nota nýja Swatch Bellamy úrið til að greiða með. Úrið, sem er svar Swatch við Apple Watch, er væntanlegt í byrjun næsta árs. Úrið mun kosta milli 90 og 100 svissneskra franka, jafnvirði 11 til 13 þúsund íslenskra króna.  

Spáð er að snjallúra markaðurinn muni vaxa hratt úr 7 milljónum árið 2014 í 650 milljónir árið 2020. Talið er að margir muni skipta hefðbundnu úri út fyrir snjallúr. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×