Viðskipti erlent

Kínverskt fyrirtæki vill kaupa Hamleys

Sæunn Gísladóttir skrifar
Rúmlega 50 þúsund tegundir leikfanga eru til sölu í verslun Hamleys við Regent Street í London.
Rúmlega 50 þúsund tegundir leikfanga eru til sölu í verslun Hamleys við Regent Street í London. Vísir/AFP
Kínverskt fyrirtæki er langt komið með það að festa á kaup á leikfangaverslunarkeðjuna Hamleys. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar í Hong Kong er C. banner Holdings, sem framleiðir kvennaskó, langt komið í viðræðum við Hamleys um yfirtöku. BBC greinir frá því að samningurinn sé metinn á 100 milljón pund, jafnvirði 19 milljarða íslenskra króna.

C. banner vill fara í samstarf við House of Fraser verslunarkeðjuna um að selja leikföng Hamleys þar.

Hamleys hefur farið manna á milli undanfarin árin. Verslunarkeðjan var í eigu Baugs Group frá árinu 2003 þangað til hrunið varð árið 2008. Þrotabú gamla Landsbankans eignaðist svo Hamleys. Núverandi eigendi er franska fyrirtækið Groupe Ludendo.

Undanfarið hefur Hamleys verið að færa út kvíarnar og opnað verslanir í Indlandi, Suður Afríku, Sádí Arabíu og Rússlandi. Fyrirtækið er 255 fimm ára gamalt og var stofnað sem Noah's Ark árið 1760 af William Hamley.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×