Tónlist

Frikki í Igore með sitt fyrsta rapplag í ellefu ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik Thorlacius fer á kostum.
Friðrik Thorlacius fer á kostum. vísir
Friðrik Thorlacius þekkir rappheiminn vel og var meðal annars í hljómsveitinni Igore á sínum tíma.

Hann hefur nú gefið út sitt fyrsta rapplag í ellefu ár. Lagið ber nefnið Stillandi Dillandi en hann er einnig meðlimur í rafsveitinni KSF.

Rappsveitin Igore gerði t.d. lagið Kókómalt vinsælt árið 2004 og það muna eflaust margir eftir því.

Hér að neðan má sjá myndbandið við nýja lag Friðriks og síðan rifjum við einnig upp eina klassík. 

Kókómalt

Ég er ekki að trúa því að þetta sé orðið að veruleika !Tæp 11 ár frá því að ég gaf út mitt síðasta hip hop lag með hljó...

Posted by Friðrik Thorlacius on 23. október 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×