Viðskipti erlent

0,5 prósent hagvöxtur í Bretlandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
George Osborne er seðlabankastjóri Englandsbanka.
George Osborne er seðlabankastjóri Englandsbanka. Vísir/Getty
Hagvöxtur í Bretlandi mældist 0,5 prósent á þriðja ársfjórðungi samkvæmt tölum bresku hagstofunnar. Hagvöxtur dróst saman um 0,2 prósent milli ársfjórðunga. Hagvöxturinn var undir væntingum sem voru 0,6 prósent.

Sérfræðingar telja að færri framkvæmdir (framkvæmdir drógust saman um 2,2 prósent milli ára) hafi spilað inn í lægri hagvöxt. Þjónustugeirinn stækkaði um 0,7 prósent á ársfjórðungnum, en framleiðsla dróst saman um 0,3 prósent. Framleiðsla hefur dregist saman um 0,9 prósent það sem af er ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×