Fótbolti

Alfreð: Arsenal vill ekki verjast | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar sigurmarkinu.
Alfreð Finnbogason fagnar sigurmarkinu. vísir/epa
„Þetta var brjálað kvöld. Við ætluðum okkur að vinna leikinn þó fæstir hafi búist við því. Við erum ánægðir með sigurinn.“

Þetta sagði kátur Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, við gríska fréttavefinn Gazetta.gr eftir sigur grísku meistaranna á Emirates-vellinum í gær.

Sjá einnig:Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband

Eins og allir vita var Alfreð hetja liðsins í gærkvöldi, en hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik eftir að koma inn á sem varamaður. Þetta er jafnframt fyrsta mark hans fyrir gríska liðið.

„Ég er búinn að bíða í þrjár vikur eftir því að spila þannig mig var farið að langa að sýna hvað ég get. Eina leiðin til að sanna sig er inn á vellinum,“ segir Alfreð sem hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum.

Olympiacos komst í 1-0 með marki Kólumbíumannsins Felipe Pardo, en hann tók við hornspyrnu í D-boganum og skaut boltanum í Arsenal-mann og þaðan í netið. Það mark var engin tilviljun.

Fyrsta mark Olympiacos í leiknum:


„Fyrsta markið er eitthvað sem við æfðum því við vissum að þeir eru ekki með mann á 16 metrunum,“ segir Alfreð, sem þýðir að Arsenal hefur ekki mann rétt fyrir utan teig til að verjast slíkum sendingum.

Sjá einnig:Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir

„Þegar við spilum gegn svona liðum veit maður að þau eru mikið með boltann. Við þurfum því að verjast vel, halda línunum þéttum og nýta svo svæðin sem myndast. Svæðin verða til því Arsenal vill ekki verjast. Það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk upp,“ segir Alfreð Finnbogason.

Sigurinn kemur Olympiacos í góða stöðu í riðlinum, en liðið á nú fyrir höndum tvo leiki gegn Dinamo Zagreb. „Næstu tveir leikir verða mjög mikilvægir fyrir okkur. Fjögur stig gefa okkur mikið í næstu tveimur leikjum,“ segir Alfreð.


Tengdar fréttir

Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum

Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×