Fótbolti

Juventus vann sannfærandi sigur á Sevilla | Öll úrslit kvöldsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Buffon fagnar hér marki Morata.
Buffon fagnar hér marki Morata. vísir/getty
Ítölsku meistararnir í Juventus komust upp í toppsæti D-riðilsins með 2-0 sigri á Sevilla á heimavelli í kvöld. Alvaro Morata og Simone Zaza sáu um markaskorunina í leiknum.

Sevilla vann sannfærandi 3-0 sigur á Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð en leikmenn liðsins áttu ekki möguleika gegn Juventus í kvöld og var sigur ítalska liðsins afar sannfærandi.

Í Madríd vann Benfica nokkuð óvæntan sigur á Atletico Madrid eftir að hafa lent undir snemma leiks. Angel Correra kom spænska liðinu yfir en Benfica svaraði með mörkum frá Niclas Gaitan og Gonçalo Guedes og tóku stigin þrjú heim til Portúgal.

CSKA Moskva lenti í óþarfa spennu í 3-2 sigri á PSV á heimavelli í kvöld en í stöðunni 3-0 klúðraði Seydou Doumbia, leikmaður liðsins, vítaspyrnu og vakti það leikmenn PSV til lífsins.

Maxime Lestienne náði að minnka muninn í tvígang en lengar komst hollenska liðið ekki og fögnuðu leikmenn CSKA sigri.

Þá vann Paris Saint-Germain afar sannfærandi 3-0 sigur á Shakhtar Donetsk í Úkraínu í kvöld. Öll mörk leiksins komu frá varnarmönnum en Serge Aurier og David Luiz komu PSG í 2-0 áður en Dario Srna varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í lok venjulegs leiktíma.

Úrslit kvöldsins:

Atletico Madrid 1-2 Benfica

1-0 Ángel Correa (23.), 1-1 Niclas Gaitán (36.), 1-2 Gonçalo Guedes (51.)

Shakhtar Donetsk 0-3 Paris Saint-German

0-1 Serge Aurier (7.), 0-2 David Luiz (23.), 0-3 Dario Srna(sjálfsmark) (90.)

CSKA Moskva 3-2 PSV

1-0 Ahmed Musa(7.), 2-0 Seydou Doumbia (21.), 3-0 Seydo Doumbia (36.), 3-1 Maxime Lestienne (60.), 3-2 Maxime Lestienne (68.).

Juventus 2-0 Sevilla

1-0 Álvaro Morata, 2-0 Simone Zaza (87.).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×