Viðskipti erlent

Hewlett-Packard sker niður 25 þúsund störf

Sæunn Gísladóttir skrifar
Meg Whitman hefur verið framkvæmdastjóri HP frá árinu 2011.
Meg Whitman hefur verið framkvæmdastjóri HP frá árinu 2011. Vísir/EPA
Tölvufyrirtækið Hewlett-Packard mun skera niður um 25 til 30 þúsund störf, jafnvirði um 10% starfsmanna, þar sem fyrirtækinu verður skipt upp í tvo hluta. Þessi fækkun kemur í kjölfar tilkynningar um niðurskurð á 55 þúsund störfum fyrr á þessu ári. Hewlett Packard Enterprise (HPE) mun aðgreina sig frá prentara- og tölvudeild fyrirtækisins.

Talið er að þessi aðgerð muni spara fyrirtækinu 1,76 milljarði breskra punda í árlegum kostnaði, hins vegar mun áætlunin kosta 2,7 milljarða. Meg Whitman, framkvæmdastjóri HP segir að með þessum aðgerðum verði ekki þörf á frekari endurskipulagningu innan fyrirtækisins á næstunni. HPE mun einbeita sér að viðskiptahliðinni og opinberum stofnunum.

Í dag vinna yfir 300 þúsund manns hjá Hewlett-Packard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×