Viðskipti erlent

Kynning Apple í beinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Árleg haustkynning Apple hefst nú klukkan fimm. Gert er ráð fyrir að tæknirisinn kynni nýja iPhone, nýja iPad, nýtt AppleTV og fleira. Öllum svona viðburðum Apple fylgir mikill áhugi og jafnvel spenna, þar sem starfsmenn fyrirtækisins eru einstaklega góðir í að leka ekki upplýsingum.

Sjá einnig: Hverju lumar Apple á?

Apple notendur geta horft á útsendinguna með því að smella hér. Þá hefur notendum Windows 10 einnig verið gert mögulegt að horfa á kynninguna.

Hægt er að fylgjast með umfjöllun tæknimiðlanna Cnet og Techcrunch fyrir frekari umfjöllun. Þar að auki má sjá umfjöllun Cnet frá kynningunni í beinni hér að neðan. Útsendingin þar byrjar klukkan fjögur.

Uppfært 17:10

Windows notendur geta horft á kynninguna í beinni með forritinu Vlc. Þar þarf að fara í Miðill og Opna straum á neti (File og Open Network stream) og setja þar inn þennan link.

https://p.events-delivery.apple.com.edgesuite.net/1509pijnedfvopihbefvpijlkjb/m3u8/hls_mvp.m3u8

Hér fyrir neðan má sjá myndir á Instagram sem merktar eru með #AppleEvent





Fleiri fréttir

Sjá meira


×