Viðskipti erlent

Lokað í kauphöllinni í New York vegna tæknilegra örðugleika

Bjarki Ármannsson skrifar
Kauphöllin í New York er sú stærsta í heiminum.
Kauphöllin í New York er sú stærsta í heiminum. Vísir/AFP
Kauphöllin í New York, sú stærsta í heiminum, hefur lokað fyrir öll viðskipti vegna tæknilegra örðugleika. Jafnframt hefur vefsíða viðskiptafréttarisans Wall Street Journal legið niðri undanfarið.

Að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá, telja stjórnvöld ekki að um tölvuárás sé að ræða. Talsmaður kauphallarinnar segir að verið sé að vinna í því að opna kauphöllina á ný. Kaup og sölur sem voru í gangi þegar kauphöllin lokaði hafi ekki farið í gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×