Viðskipti erlent

Pútín framlengir innflutningsbann um eitt ár

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AFP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur greint frá því að hann hafi framlengt innflutningsbann á vestrænum matvælum um eitt ár.

Bannið kemur í veg fyrir að matvæli frá Bandaríkjunum, aðildarríkjum Evrópusambandsins, Ástralíu, Kanada og Noregi séu flutt inn til Rússlands.

Í frétt Reuters kemur fram að fulltrúar ESB hafi greint frá því fyrr í vikunni að viðskiptaþvinganir á hendur Rússum vegna þróunar mála í Úkraínu hafi verið framlengdar um sex mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×