Viðskipti erlent

SMS skilaboð geta valdið hruni iPhone síma

ingvar haraldsson skrifar
Ákveðin textaskilaboð hafa valdið notendum iPhone síma vandræðum að undanförnu.
Ákveðin textaskilaboð hafa valdið notendum iPhone síma vandræðum að undanförnu. nordicphotos/afp
Villa í hugbúnaði iPhone síma getur valdið því að séu ákveðin textaskilaboð send í iPhone síma geti skilaboðahluti símans hrunið samkvæmt frétt tæknivefsins Gizmo. Séu skilaboðin send þegar síminn er læstur veldur það því einnig að síminn endurræsir sig.

Skilaboðunum hefur verið deilt á Reddit og Twitter en fjöldi fólks er sagður hafa sent skilaboðin öðrum til ama. Þá greinir The Verge frá því að skilaboðin valdi iPhone notendum vandræðum sama hvort tæki séu send frá Windows, Android eða iPhone símum.

Gizmo segir notendur þó geta brugðist við með því að svara skilaboðunum með Mac tölvum í gegnum iMessage. Þá eigi skilaboðahluti símans að komast í samt lag. Þá sé einnig hægt að senda skilaboð gegnum önnur forrit eða hægt að biðja Siri um að svara skilaboðunum. Síminn komist einnig í lag ef skemmdarvargurinn sendi ný skilaboð með öðrum texta. 

Búist er við að Apple bregðist við og lagi villuna fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×