Viðskipti erlent

Áströlsk yfirvöld ráðast gegn skattaundaskotum stórfyrirtækja

ingvar haraldsson skrifar
Joe Hockey, fjármálaráðherra Ástralíu.
Joe Hockey, fjármálaráðherra Ástralíu. vísir/getty
Stjórnvöld í Ástralíu hyggjast leggja fram lagafrumvarp til að taka á skattaundanskotum þrjátíu alþjólegra stórfyrirtækja sem eru með starfsemi í landinu.

Joe Hockey, fjármálaráðherra Ástralíu, sagði að stórfyrirtæki væru að koma hagnaði sem yrði til í Ástralíu úr landinu og til annarra ríkja þar sem þau greiddu litla sem enga skatta samkvæmt frétt BBC um málið.

Hockey bætti við að aðgerðirnar urðu þær fyrstu sinnar tegundar á heimsvísu.

Verði hið ný kynnta frumvarp að lögum munu skattayfirvöld í Ástralíu geta skattlagt hagnað sem komið hafa verið úr landi. Lögin munu taka gildi í janúar á næsta ári verði þau samþykkt af ástralska þinginu.

Stórfyrirtæki á borð við Google, Apple og Microsoft hafa verið sökuð um að skjóta hagnaði til landa þar sem þeir greiða lægri skatt af þeim.

Tilkynningin kemur degi áður en fjárlagaáætlun Ástrala fyrir árin 2015-2016 verður opinberuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×