Viðskipti erlent

Zinzino hagnast um hálfan milljarð

ingvar haraldsson skrifar
Tekjur Zinzino jukust um 1,5 milljarða milli ára.
Tekjur Zinzino jukust um 1,5 milljarða milli ára.
Zinzino, sem selur hinar ýmsu heilsuvörur, þar á meðal fæðubótarefni og kaffi, hagnaðist um hálfan milljarð á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi félagsins var stór hluti af hagnaðnum, um 236 milljónir íslenskra króna, tilkominn vegna yfirfæranlegs skattalegs taps frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður Zinzino hafi nam 290 milljónum króna og jókst um 130 milljónir króna milli ára.



Sjá einnig: Íslendingar sólgnastir allra í Zinzino Balance Shake


Íslendingar keyptu Zinzino fyrir 600 milljónir

Íslendingar keyptu vörur af Zinzino fyrir 600 milljónir króna í fyrra en salan jókst um 121 prósent miðað við árið 2013. Zinzino hópurinn styðst sölukerfi þar sem selt er í beinni sölu en kerfið er stundum kennt við píramída.



Sjá einnig: Silfurdrengir selja Zinzino


Í ársreikningi Zinzino kemur fram að fyrstu árin hafi sala á Zinzino hér á landi verið dræm. Þetta hafi hins vegar breyst eftir að Zinzino byrjaði að selja Íslendingum BalanceShake sem slegið hafi í gegn hér á landi. Þá hafi bann við sölu BalanceOil einnig verið afturkallað sem styrkt hafi stöðu Zinzino á Íslandi. Veltan hér á landi nam 12 prósentum af heildarveltu Zinzino.

Hlutabréf í Zinzino hafa lækkað mikið frá því félagið var skráð á markað í Svíþjóð í desember síðastliðnum.
Alls seldi Zinzino vörur fyrir 5 milljarða á síðasta ári en heildartekjur Zinzino námu 5,6 milljörðum íslenskra króna. Tekjur Zinzino jukust um 1,5 milljarða milli ára. Undir lok síðasta árs var Zinzino skráð á markað í sænsku Kauphöllinni en síðan þá hefur hlutabréfaverð í félaginu lækkað nokkuð skarpt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×