Viðskipti erlent

Sænska ríkið gerir lén Pirate Bay upptæk

Atli Ísleifsson skrifar
The Pirate Bay var stofnuð árið 2003 og var lokuð af sænsku lögreglunni í vetur.
The Pirate Bay var stofnuð árið 2003 og var lokuð af sænsku lögreglunni í vetur. Mynd/Pirate Bay
Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt að lénin piratebay.se og thepiratebay.se skuli tekin af skráarskiptasíðunni The Pirate Bay. Samkvæmt dómnum er sænska ríkið nú eigandi lénanna.

Sænska blaðið Dagens Nyheter greinir frá því að þetta sé í fyrsta sinn sem sænskur dómstóll fari fram á að lén verði fjarlægð af netinu.

Samkvæmt dómnum má stofnunin sem heldur utan um sænsk lén ekki selja lénið áfram.

The Pirate Bay var stofnuð árið 2003 og var lokuð af sænsku lögreglunni í vetur.


Tengdar fréttir

Hafa ekki verið beðin um að loka á Deildu og Piratebay

Framkvæmdastjórar þriggja fjarskiptafyrirtækja hafa ekki verið beðnir um að loka fyrir aðgang að skráaskiptasíðunum Deildu og Piratebay. STEF segir umfang málsins ástæðuna og að haft verði samband við fyrirtækin.

Pirate Bay komin upp á ný

Skráarskiptasíðan Pirate Bay var opnuð á ný í dag, meira en 7 vikum eftir að henni var lokað af sænsku lögreglunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×