Ég á mig sjálf Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2015 09:43 Fyrir helgi féll dómur í svokölluðu hefndarklámsmáli. Málsatvik voru í einfaldaðri mynd á þá leið að kona sendi fyrrverandi kærasta sínum nektarmyndir af sér sem hann síðan birti á Facebook-síðu sinni ásamt fullu nafni konunnar. Dómurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar en maðurinn var sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi og ákvæðum barnaverndarlaga en sýknaður af ákæru um ærumeiðingar. Dómurinn féll daginn eftir að „Free the nipple“-átakið tröllreið íslensku samfélagi. Free the nipple er þekkt erlendis sem jafnréttisátak til að berjast gegn kúgun kvenna og ritskoðun. Upphaf átaksins á Íslandi má rekja til nemanda í Verzlunarskólanum sem birti mynd af sér berri að ofan á samskiptamiðli. Hún hlaut bágt fyrir en netheimar risu upp henni til stuðnings og margar íslenskar konur birtu myndir af sér berbrjósta á samfélagsmiðlum. Vinsældir íslenska átaksins eiga sér þó í raun enga eina og einfalda skýringu. Upphafið var vissulega myndbirting ungu konunnar en þær, og þeir, sem stukku á vagninn, hvort sem var með því að birta sínar eigin geirvörtur eða leggja málstaðnum lið með öðrum hætti, gerðu það af ýmsum mismunandi ástæðum. Sumir töldu það óréttlæti að samfélagið viðurkenndi aðeins annað kynið án klæða ofan mittis. Aðrir lögðu á það áherslu að brjóstagjöf á almannafæri ætti að vera sjálfsagt mál og enn aðrir vildu taka völdin af þeim sem birta nektarmyndir af öðrum á samfélagsmiðlum. Þó mögulega taki einhver andköf yfir djörfung ungu kvennanna er það líklegast óumdeilt að átakið var kröftugt og stakk á kýlum. Eitt það aðdáunarverðasta var samstaðan með brotaþolum í hefndarklámsmálum. Íslenska lögreglan tekur við allt að 200 kvörtunum á mánuði vegna efnis sem birtist á samfélagsmiðlum og hótana á netinu eða í rafrænum samskiptum. Brot, líkt og dæmt var fyrir í fyrrgreindu dómsmáli, verða þannig æ algengari og ljóst að veruleiki íslenskra ungmenna í stafrænum heimi er allt annar en sá sem kynslóðirnar sem á undan fóru stóðu frammi fyrir. Eins og dómurinn sýnir er ekki augljóst með hvaða hætti heimfæra á hefndarklám undir ákvæði hegningarlaga. Tilraunir ákæruvaldsins til að heimfæra athöfnina undir ærumeiðingarákvæði laganna sýna að ákvæðin eru ekki skýr hvað þetta varðar og hafa ekki náð að fylgja hröðum tækniframförum sem við búum við. Nágrannaþjóðirnar hafa margar slík ákvæði í refsilöggjöf enda þörf á að allur vafi sé tekinn af um alvarleika og afleiðingar slíkra brota. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þingkonunnar Bjartar Ólafsdóttur um breytingu á almennum hegningarlögum þar sem hefndarklám er gert refsivert. Björt færir í frumvarpinu þau rök fyrir máli sínu að einstaklingar, einkum konur, verði á netinu oft fyrir kerfisbundnu ofbeldi. „Brýnt er að skilaboð séu skýr til notenda netsins um að þegar þeir fá mynd í hendurnar þá eigi þeir hana ekki og hafa ekki heimild til að dreifa henni áfram. Á þetta ekki hvað síst við þegar um er að ræða mynd eða myndskeið sem augljóst er af efninu að ekki er ætlað til dreifingar, svo sem þar sem nekt kemur við sögu eða kynferðislegir tilburðir eða ástand sem augljóst er að einstaklingurinn á myndinni mundi ekki vilja að alþjóð eða heimurinn sjái. Mikilvægt er að fólk taki ábyrgð og taki ekki þátt í að dreifa myndefni sem þessu.“ Taka má undir með Björt um mikilvægið og hvetja þingheim til að bregðast við þessum nýju ógnum. Þannig má skilja eftir áþreifanleg spor eftir átak ungu kvennanna og senda skýr skilaboð um að þær eigi sig sjálfar. Með geirvörtum og öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Fyrir helgi féll dómur í svokölluðu hefndarklámsmáli. Málsatvik voru í einfaldaðri mynd á þá leið að kona sendi fyrrverandi kærasta sínum nektarmyndir af sér sem hann síðan birti á Facebook-síðu sinni ásamt fullu nafni konunnar. Dómurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar en maðurinn var sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi og ákvæðum barnaverndarlaga en sýknaður af ákæru um ærumeiðingar. Dómurinn féll daginn eftir að „Free the nipple“-átakið tröllreið íslensku samfélagi. Free the nipple er þekkt erlendis sem jafnréttisátak til að berjast gegn kúgun kvenna og ritskoðun. Upphaf átaksins á Íslandi má rekja til nemanda í Verzlunarskólanum sem birti mynd af sér berri að ofan á samskiptamiðli. Hún hlaut bágt fyrir en netheimar risu upp henni til stuðnings og margar íslenskar konur birtu myndir af sér berbrjósta á samfélagsmiðlum. Vinsældir íslenska átaksins eiga sér þó í raun enga eina og einfalda skýringu. Upphafið var vissulega myndbirting ungu konunnar en þær, og þeir, sem stukku á vagninn, hvort sem var með því að birta sínar eigin geirvörtur eða leggja málstaðnum lið með öðrum hætti, gerðu það af ýmsum mismunandi ástæðum. Sumir töldu það óréttlæti að samfélagið viðurkenndi aðeins annað kynið án klæða ofan mittis. Aðrir lögðu á það áherslu að brjóstagjöf á almannafæri ætti að vera sjálfsagt mál og enn aðrir vildu taka völdin af þeim sem birta nektarmyndir af öðrum á samfélagsmiðlum. Þó mögulega taki einhver andköf yfir djörfung ungu kvennanna er það líklegast óumdeilt að átakið var kröftugt og stakk á kýlum. Eitt það aðdáunarverðasta var samstaðan með brotaþolum í hefndarklámsmálum. Íslenska lögreglan tekur við allt að 200 kvörtunum á mánuði vegna efnis sem birtist á samfélagsmiðlum og hótana á netinu eða í rafrænum samskiptum. Brot, líkt og dæmt var fyrir í fyrrgreindu dómsmáli, verða þannig æ algengari og ljóst að veruleiki íslenskra ungmenna í stafrænum heimi er allt annar en sá sem kynslóðirnar sem á undan fóru stóðu frammi fyrir. Eins og dómurinn sýnir er ekki augljóst með hvaða hætti heimfæra á hefndarklám undir ákvæði hegningarlaga. Tilraunir ákæruvaldsins til að heimfæra athöfnina undir ærumeiðingarákvæði laganna sýna að ákvæðin eru ekki skýr hvað þetta varðar og hafa ekki náð að fylgja hröðum tækniframförum sem við búum við. Nágrannaþjóðirnar hafa margar slík ákvæði í refsilöggjöf enda þörf á að allur vafi sé tekinn af um alvarleika og afleiðingar slíkra brota. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þingkonunnar Bjartar Ólafsdóttur um breytingu á almennum hegningarlögum þar sem hefndarklám er gert refsivert. Björt færir í frumvarpinu þau rök fyrir máli sínu að einstaklingar, einkum konur, verði á netinu oft fyrir kerfisbundnu ofbeldi. „Brýnt er að skilaboð séu skýr til notenda netsins um að þegar þeir fá mynd í hendurnar þá eigi þeir hana ekki og hafa ekki heimild til að dreifa henni áfram. Á þetta ekki hvað síst við þegar um er að ræða mynd eða myndskeið sem augljóst er af efninu að ekki er ætlað til dreifingar, svo sem þar sem nekt kemur við sögu eða kynferðislegir tilburðir eða ástand sem augljóst er að einstaklingurinn á myndinni mundi ekki vilja að alþjóð eða heimurinn sjái. Mikilvægt er að fólk taki ábyrgð og taki ekki þátt í að dreifa myndefni sem þessu.“ Taka má undir með Björt um mikilvægið og hvetja þingheim til að bregðast við þessum nýju ógnum. Þannig má skilja eftir áþreifanleg spor eftir átak ungu kvennanna og senda skýr skilaboð um að þær eigi sig sjálfar. Með geirvörtum og öllu.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun