Íslenski boltinn

Mark og stoðsending Kristins telur ekki | Ólöglegur og ÍBV vinnur 3-0

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Breiðablik vann ÍBV, 2-0, í riðli 1 í Lengjubikarnum í fótbolta í gærkvöldi en Eyjamönnum verður dæmdur 3-0 sigur.

Bakvörðurinn Kristinn Jónsson, sem var á láni hjá sænska liðinu Brommapojkarna síðasta sumar, spilaði leikinn en var ólöglegur.

„Þegar félagaskipti v/láns eiga sér stað milli landa þarf að tilkynna það sérstaklega, ólíkt því sem viðgengst hér heima þegar leikmenn koma sjálfkrafa til baka úr sínum lánsfélögum,“ segir í frétt á vef Blika.

„Þetta var því miður ekki gert og engar athugasemdir komu fram þegar Kristinn var settur á leikskýrsluna, sem gerð var rafrænt fyrir leik liðanna í gær, enda leikmaðurinn samningsbundinn Breiðabliki.“

Kristinn lagði upp fyrra mark Blika fyrir Elfar Frey Helgason og skoraði svo sjálfur seinna markið þegar tíu mínútur voru eftir með laglegu skoti úr þröngu færi.

Hér að ofan má sjá stoðsendinguna og markið, en leikurinn var í beinni útsendingu á Sport TV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×