Viðskipti erlent

Hlutabréf Nintendo hækkuðu um 36 prósent

Samúel Karl Ólason skrifar
Mario verður að öllum líkindum stjarna einhverja leikja í snjalltækjum á næstu árum.
Mario verður að öllum líkindum stjarna einhverja leikja í snjalltækjum á næstu árum. Vísir/AFP
Frá því að japanska fyrirtækið Nintendo kynnti áætlanir um að framleiða tölvuleiki fyrir snjalltæki, hefur verð hlutabréfa fyrirtækisins hækkað gífurlega. Þegar mest var höfðu þau hækkað um 36 prósent.

Tilkynning Nintendo hefur vakið gríðarlega athygli enda hafa margir velt því fyrir sér afhverju þetta þekkta leikjafyrirtæki hefur ekki enn hafið framleiðslu á leikjum fyrir snjalltæki.

Á vef Bloomberg segir að þrátt fyrir góðar móttökur sé mögulegt að erfitt verði fyrir Nintendo að hagnast á framleiðslu slíkra leikja. Samkeppni á markaðinum er gífurlega mikil.

Þar ætlar Nintendo að treysta á vel þekkt vörumerki sín eins og Mario og Zelda, til að ná góðri stöðu á markaðinum.

Hér fyrir neðan má sjá tvo tölvuleikjasérfræðinga IGN ræða áætlanir Nintendo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×