Viðskipti erlent

Geta stýrt Facebook-síðum látins fólks

Samúel Karl Ólason skrifar
Sá sem valinn er getur stýrt síðunni að miklu leyti, en ekki sett inn stöðuuppfærslur.
Sá sem valinn er getur stýrt síðunni að miklu leyti, en ekki sett inn stöðuuppfærslur. Vísir/Getty
Samfélagsmiðillinn Facebook býður nú notendum í Bandaríkjunum að velja hverjir geta stýrt síðu þeirra láti þeir lífið. Þá er hægt að breyta síðum látins fólks í minningarsíður eftir að fyrirtækið hefur fengið staðfest að einstaklingurinn sé látinn.

Á vefnum Mashable kemur fram að upprunalega hafi þessi hugmynd komið upp vegna þess að fólk var að setja sig í samband við Facebook til að setja inn upplýsingar um minningarathafnir og jarðafarir á síður látinna einstaklinga.

Sá sem valinn er getur stýrt síðunni að miklu leyti, en ekki sett inn stöðuuppfærslur. Þá er einnig hægt að niðurhala myndum og stöðuuppfærslum hinna látnu.

Samkvæmt The Verge mun Facebook bjóða þessa þjónustu í öðrum löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×