Viðskipti erlent

Lögregla gerir húsleit í höfuðstöðvum HSBC í Sviss

ingvar haraldsson skrifar
Svissenska lögreglan framkvæmir nú húsleit í höfuðstöðvar HSBC bankans í Genf í Sviss.
Svissenska lögreglan framkvæmir nú húsleit í höfuðstöðvar HSBC bankans í Genf í Sviss. nordicphotos/afp
Svissneska lögreglan framkvæmir nú húsleit í höfuðstöðvum HSBC bankans í Genf í Sviss. Bankinn og einstaklingar honum tengdir eru til rannsóknar vegna peningaþvættis. BBC greinir frá.



Bankinn hefur verið sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að skjóta undan skatti en í síðustu viku birtust gögn um bankareikninga mörg þúsund viðskiptavina bankans.



HSBC birti í kjölfarið heilsíðuauglýsingar í fjölmörgum dagblöðum þar sem beðist var afsökunar á framferði bankans.



Í gögnunum kom fram að sex viðskiptavinir bankans tengdust Íslandi á einhvern hátt, þar af einn með íslenskt vegabréf. Heildaruppæð innistæðanna sem tengdust Íslandi var upp á samtals 9,5 milljónir dollara.



Tengdar fréttir

HSBC tengdur skattsvikum

Nærri 1.300 milljóna króna inneign er tengd Íslandi í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Bankinn er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við stórfelld undanskot skattgreiðslna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×