Viðskipti erlent

Þyrla kom Dominos óðum Norðmönnum til bjargar

ingvar haraldsson skrifar
Rekstur Dominos í Noregi hefur gengið vonum framar
Rekstur Dominos í Noregi hefur gengið vonum framar mynd/varden
Kalla þurfti eftir þyrlu til að fljúga osti og deigi þegar stefndi í að uppselt yrði á nýjum veitingastað  Dominos í Þelamörk í Suður-Noregi. Yfir 800 pítsur seldust á staðnum daginn sem opnaði og allt að tveggja klukkustundar bið var eftir pítsu.

Hálft ár er síðan fyrsti Dominos staðurinn í Noregi opnaði en staðirnir eru að hluta til reknir af Íslendingum. Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri Dominos í Noregi, að reksturinn hafi gegnið vonum framar.

„Við erum búin að sjá ótrúlegan vöxt hjá Dominos í Noregi á mjög stuttum tíma. Viðskiptavinir okkar í Þelamörk tóku opnun staðarins afar vel og starfsmennirnir stóðu sig vonum framar í ösinni sem myndaðist. Við vorum ekki vissir hvernig Norðmenn myndu taka okkur til að byrja með, en salan í kringum opnunina á hverjum stað hingað til hefur verið á pari við það sem best þekkist hjá Dominos í heiminum. Mér sýnist þetta stefna í heimsmet,“ er haft eftir Magnúsi í tilkynningu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×