Viðskipti erlent

Tölvuþrjótar komast yfir sjúkrasögu milljóna Bandaríkjamanna

ingvar haraldsson skrifar
Anthem er næst stærsta tryggingarfyrirtæki Bandaríkjanna og geymir upplýsingar um sjúkrasögu um 80 milljón Bandaríkjamanna
Anthem er næst stærsta tryggingarfyrirtæki Bandaríkjanna og geymir upplýsingar um sjúkrasögu um 80 milljón Bandaríkjamanna
Hakkarar hafa brotist inn í gagnagrunn tryggingarfyrirtækisins Anthem og komist yfir upplýsingar um heilsufar og sjúkrasögu allt að 80 milljón Bandaríkjamanna.

The New York Times segir árásina vera til marks um að fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum séu langt á eftir öðrum atvinnugreinum hvað varðar netöryggi.

Fulltrúar Anthem, sem er næst stærsta tryggingarfyrirtæki Bandaríkjanna, segjast ekki vita hver ber ábyrgð á árásinni. Grunir beinist að tölvuþrjótum sem vinna fyrir erlend stjórnvöld, hugsanlega kínversk.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×