Fátæk börn og jól Sigurjón M. Egilsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Alltof mörg börn kvíða jólunum. Sum vegna fátæktar, önnur vegna áfengisneyslu þeirra fullorðnu og mörg vegna hvors tveggja. Líðan barna mótast iðulega af líðan foreldranna. Í aðdraganda jóla er gott að hafa þetta í huga og gefa gaum að líðan barnanna. Jólin eru mörgum börnum erfið. Og ekki bara fátækum börnum. Með samstilltu átaki var áfengi útrýmt úr fermingarveislum. Sama má, og jafnvel þarf að gera, varðandi jólahátíðina. Drykkja fullorðinna skaðar og meiðir börn. Áfengi skerðir dómgreind, gerir fólk vanhæfara og oftast ljótara og leiðinlegra en annars er. Annað sem er vont við jólin er mismununin. Þau sem lifa við ofgnótt og þau sem búa við skort eru oft hlið við hlið í lífinu. Í skólum, á leikvöllum, í tómstundastarfi og víðar. Í rannsókn Hrafnhildar Rósu Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings, og sagt er frá í Fréttablaðinu í dag, segir meðal annars að vegna þess hve margir líða einhvern skort, hér á landi, þá fylgi því ekki sömu neikvæðu tengingar eða vanlíðanin. „Á hinum Norðurlöndunum býr allur fjöldinn við góðar efnahagsaðstæður þannig að aðstæður þeirra sem líða skort verða augljósari. Svo er mikilvægt að halda því til haga að íslensk börn glíma í minni mæli við andleg veikindi en börn í öðrum löndum og ekki sé hægt að tengja þau með jafnsterkum hætti við fjárhagsörðugleika foreldranna.“ Þetta er eflaust rétt en eigi að síður er ljóst að barn sem fær minna, er klætt í síðri föt, getur ekki tekið þátt í ýmsu sem það langar til, því barni líður illa. Jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum. Í fréttinni, sem vitnað var til hér að ofan, segir líka: „Lífsskilyrði og lifnaðarhættir foreldra eru mikilvægir áhrifaþættir heilsu og vellíðanar barna og unglinga en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á sambandi daglegra áskorana foreldra og andlegrar heilsu barna. Tilgangur rannsóknarinnar var þess vegna að kanna upplifun foreldra af áskorunum hversdagslífsins og rannsaka nánar tengsl andlegrar vanlíðanar barna og unglinga við tímaskort og fjárhagserfiðleika foreldra.“ Eflaust var þetta tímabær rannsókn. Það er ágætt að vita að marktækt samband er á milli andlegrar vanlíðanar bæði drengja og stúlkna og tímaskorts foreldra. Og þetta er verra hér en á hinum Norðurlöndunum. Hátt í helmingur íslenskra foreldra hefur greint frá fjárhagserfiðleikum sem er talsvert hærra hlutfall en meðal foreldra á hinum Norðurlöndunum. Sem sagt, staða okkar er verri en nágrannaþjóðanna. Hér er meiri og almennari fátækt en hjá nágrönnum okkar. Það gerir að fátæk börn skera sig ekki eins úr fjöldanum hér hjá okkur. Það bætir ekki stöðu okkar, fátækt er meiri hér. Hér er enn eitt dæmið um hversu erfitt er að mæla hagsæld, en Hrafnhildar Rósar Gunnarsdóttir hefur gert tilraun til að mæla hluta hennar og niðurstaðan er ljós. Hagsæld margra barna á Íslandi er áfátt. Það er okkar að laga það. Öruggasta leiðin til að búa börnum gleðileg jól er að þau finni til öryggis. Losni undan kvíða og angist. Vísasti leiðin til að spilla jólunum, hátíð barnanna, er að skapa ótta, ekki síst með áfengisdrykkju. Verum allsgáð um jólin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Alltof mörg börn kvíða jólunum. Sum vegna fátæktar, önnur vegna áfengisneyslu þeirra fullorðnu og mörg vegna hvors tveggja. Líðan barna mótast iðulega af líðan foreldranna. Í aðdraganda jóla er gott að hafa þetta í huga og gefa gaum að líðan barnanna. Jólin eru mörgum börnum erfið. Og ekki bara fátækum börnum. Með samstilltu átaki var áfengi útrýmt úr fermingarveislum. Sama má, og jafnvel þarf að gera, varðandi jólahátíðina. Drykkja fullorðinna skaðar og meiðir börn. Áfengi skerðir dómgreind, gerir fólk vanhæfara og oftast ljótara og leiðinlegra en annars er. Annað sem er vont við jólin er mismununin. Þau sem lifa við ofgnótt og þau sem búa við skort eru oft hlið við hlið í lífinu. Í skólum, á leikvöllum, í tómstundastarfi og víðar. Í rannsókn Hrafnhildar Rósu Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings, og sagt er frá í Fréttablaðinu í dag, segir meðal annars að vegna þess hve margir líða einhvern skort, hér á landi, þá fylgi því ekki sömu neikvæðu tengingar eða vanlíðanin. „Á hinum Norðurlöndunum býr allur fjöldinn við góðar efnahagsaðstæður þannig að aðstæður þeirra sem líða skort verða augljósari. Svo er mikilvægt að halda því til haga að íslensk börn glíma í minni mæli við andleg veikindi en börn í öðrum löndum og ekki sé hægt að tengja þau með jafnsterkum hætti við fjárhagsörðugleika foreldranna.“ Þetta er eflaust rétt en eigi að síður er ljóst að barn sem fær minna, er klætt í síðri föt, getur ekki tekið þátt í ýmsu sem það langar til, því barni líður illa. Jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum. Í fréttinni, sem vitnað var til hér að ofan, segir líka: „Lífsskilyrði og lifnaðarhættir foreldra eru mikilvægir áhrifaþættir heilsu og vellíðanar barna og unglinga en fáar rannsóknir hafa verið gerðar á sambandi daglegra áskorana foreldra og andlegrar heilsu barna. Tilgangur rannsóknarinnar var þess vegna að kanna upplifun foreldra af áskorunum hversdagslífsins og rannsaka nánar tengsl andlegrar vanlíðanar barna og unglinga við tímaskort og fjárhagserfiðleika foreldra.“ Eflaust var þetta tímabær rannsókn. Það er ágætt að vita að marktækt samband er á milli andlegrar vanlíðanar bæði drengja og stúlkna og tímaskorts foreldra. Og þetta er verra hér en á hinum Norðurlöndunum. Hátt í helmingur íslenskra foreldra hefur greint frá fjárhagserfiðleikum sem er talsvert hærra hlutfall en meðal foreldra á hinum Norðurlöndunum. Sem sagt, staða okkar er verri en nágrannaþjóðanna. Hér er meiri og almennari fátækt en hjá nágrönnum okkar. Það gerir að fátæk börn skera sig ekki eins úr fjöldanum hér hjá okkur. Það bætir ekki stöðu okkar, fátækt er meiri hér. Hér er enn eitt dæmið um hversu erfitt er að mæla hagsæld, en Hrafnhildar Rósar Gunnarsdóttir hefur gert tilraun til að mæla hluta hennar og niðurstaðan er ljós. Hagsæld margra barna á Íslandi er áfátt. Það er okkar að laga það. Öruggasta leiðin til að búa börnum gleðileg jól er að þau finni til öryggis. Losni undan kvíða og angist. Vísasti leiðin til að spilla jólunum, hátíð barnanna, er að skapa ótta, ekki síst með áfengisdrykkju. Verum allsgáð um jólin.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun