Viðskipti erlent

Mega styðja við tölvuleikina

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Sumir kunna að muna eftir Stafakarlaforritinu, en slíkt verkefni fellur að þeirri mynd sem Norðmenn mega styrkja samkvæmt ákvörðun ESA.
Sumir kunna að muna eftir Stafakarlaforritinu, en slíkt verkefni fellur að þeirri mynd sem Norðmenn mega styrkja samkvæmt ákvörðun ESA.
Áætlun Noregs um ríkisstuðning við þróun, kynningu og dreifingu gagnvirkrar framleiðslu, svo sem tölvuleikja, hefur fengið heimild ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.

Norðmenn vilja efla framleiðslu og auka úrval gagnvirks efnis á norsku, þar sem markaðsaðstæður og tekjuöflun kunna að vera takmörkunum háðar.

Stuðningurinn snýr sérstaklega að vörum sem ætlaðar eru fyrir börn og ungmenni, um leið og stutt er við dreifingu varningsins bæði í Noregi og annars staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×