Tónlist

Skrifaði undir tvo plötusamninga á einum degi

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Rakel er skiljanlega sátt með fréttirnar.
Rakel er skiljanlega sátt með fréttirnar.
„Þetta er geðveikt spennandi. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði en það varð formlegt í dag,“ segir Rakel Mjöll Leifsdóttir, tónlistar- og myndlistarkona, sem varð þess heiðurs aðnjótandi að skrifa undir tvo plötusamninga á sama degi, annars vegar fyrir stúlknahljómsveitina Dream Wife og hins vegar fyrir samstarfsverkefni hennar og Sölva Blöndals, Halleluhwah.

„Þetta eru gjörólík verkefni. Dream Wife er popppönk og stelpuhljómsveit og svo er Halleluhwah mikil fegurð, „sixtís“ fílíngur með elektrói og smá trip-hoppi,“ segir Rakel.

Dream Wife, sem Rakel stofnaði ásamt vinkonum sínum í listaháskólanum í Brighton í Englandi, skrifaði undir samning hjá frönsku plötuútgáfunni Enfer Records. Sveitin byrjaði sem gjörningur fyrir gallerísýningu Rakelar í Brighton.

Halleluhwah skrifaði hins vegar undir hjá Senu á Íslandi. Plata þeirra Sölva er tilbúin og segist Rakel vera gríðarlega sátt með verkið. „Þetta er það besta sem ég hef nokkurn tímann samið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×