Viðskipti erlent

Bjórsala minni vegna átaka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jorgen Rasmussen segir að fyrirtækið reyni að laga starfsemina að breytingum. NordicPhotos/afp
Jorgen Rasmussen segir að fyrirtækið reyni að laga starfsemina að breytingum. NordicPhotos/afp
Sala á Carlsberg hefur minnkað að undanförnu vegna minni neyslu á bjór í Rússlandi og Úkraínu. Í afkomutilkynningu frá Carlsberg, sem BBC vísar til, segir að neysla á bjór í Rússlandi hafi minnkað um 6-7% vegna óhagstæðra efnahagsaðstæðna og neysla í Úkraínu um 10% vegna átakanna í Austur-Evrópu.

Carlsberg segir í tilkynningu að afkoma félagsins á árinu verði kannski minni vegna minni sölu á svæðinu. „Í Austur-Evrópu eru okkar menn að vinna þrekvirki við að ná tökum á því ástandi sem skapast vegna breyttra markaðsaðstæðna,“ segir Jorgen Buhl Rasmussen, forstjóri Carlsberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×