Viðskipti erlent

„Comfyballs“-nærbuxurnar bannaðar í Bandaríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Comfyballs-nærbuxurnar eru búnar sérstakri hönnun sem gengur undir nafninu PackageFront.
Comfyballs-nærbuxurnar eru búnar sérstakri hönnun sem gengur undir nafninu PackageFront. Mynd/Comfyballs
Norsku nærbuxnaframleiðandinn Comfyballs hefur verið bannað að markaðssetja vöru sína í Bandaríkjunum þar sem nafnið þykir ósmekklegt og of dónalegt.

Í frétt Telegraph kemur fram að fyrirtækið hafi verið stofnað í Noregi árið 2013 og vörur þess meðal annars verið seldar í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bretlandi.

Anders Selvig, stofnandi nærbuxnafyrirtækisins, hvetur til þess að reglur Einkaleyfa- og vörumerkjastofnunar Bandaríkjanna (USPTO) verði endurskoðaðar. „Nýlega hafa bæði vörumerkin „Nice Balls“ og „I love my balls“ verið samþykkt af USPTO. Evrópumenn eru sem betur fer mildari í afstöðu sinni varðandi hvað telst ósmekklegt og Evrópusambandið heimilaði markaðssetningu Comfyballs án vandkvæða fyrr á árinu.“

Comfyballs-nærbuxurnar eru búnar sérstakri hönnun sem gengur undir nafninu PackageFront og er fullyrt að hún „auki þægindi með því að draga úr hitaflutningi og takmarka hreyfingu“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×