Viðskipti erlent

Hilton selur Waldorf Astoria í New York

Atli Ísleifsson skrifar
Nína Sæmundsson hannaði verkið „Afrekshugur“ sem stendur fyrir ofan aðalinngang hótelsins.
Nína Sæmundsson hannaði verkið „Afrekshugur“ sem stendur fyrir ofan aðalinngang hótelsins. Vísir/AFP
Bandaríska hótelkeðjan Hilton hefur selt kínversku tryggingafélagi eitt af frægustu hótelum New York borgar.

Kínverska félagið Anbang keypti hótelið Waldorf Astoria á 1,95 milljarða Bandaríkjadala, eða um 237 milljarða króna, en samkvæmt samkomulaginu mun Hilton reka hótelið næstu 100 árin.

Waldorf Astoria er eitt af flaggskipum Hilton-keðjunnar, en á hótelinu eru 1.508 herbergi á 47 hæðum. Í fréttatilkynningu frá Hilton kemur fram að til standi að gera endurbætur á hótelinu.

Nína Sæmundsson hannaði verkið „Afrekshugur“ sem stendur fyrir ofan aðalinngang hótelsins, en verkið sýnir konu  sem stendur á hnetti og virðist vera að hefja sig til flugs. Nína vann samkeppni um hönnun verksins árið 1926.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×