Viðskipti erlent

Nýr 10 evra seðill í umferð

Atli Ísleifsson skrifar
Nýi 10 evruseðillinn svipar til þess gamla.
Nýi 10 evruseðillinn svipar til þess gamla. Vísir/AFP
Notkun á nýjum 10 evru seðli er nú hafin en á næstu tveimur vikum verður 4,3 milljörðum slíkra seðla komið í umferð í álfunni.

Seðillinn minnir á þann gamla þar sem hönnunin er sótt í gríska goðafræði. Öryggisatriði hafa verið efld svo erfiðara sé að falsa seðilinn, auk þess að seðillinn er prentaður á slitsterkari pappír.

Seðillinn er nú kominn í umferð í öllum þeim átján aðildarríkjum Evrópusambandsins sem notast við evru sem gjaldmiðil.

Nýjum 5 evru seðli var komið í umferð á síðasta ári. Til stendur að endurnýja alla evruseðla á komandi árum, en til eru 5, 10, 20, 50, 100, 200 og 500 evrur seðlar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×