Ökuþórinn Mr. Bean Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 09:47 Ökuþórinn Rowan Atkinson. Grínistinn Rowan Atkinson, sem hvað þektkastur er sem Mr. Bean, er forfallinn bílaáhugamaður og tíður þátttakandi í bílasporti hverskonar. Hann var einn keppanda í kappakstrinum Goodwood Revival í Bretlandi í síðustu viku, þar sem keppt er á eldri bílum. Það fór ekki betur fyrir „Bauninni“ þar en svo að hann lenti í heilmiklum árekstri og stórskemmdi bílinn sem hann ók. Það var bíll af eldri gerðinni, Ford Falcon Sprint og skemmdist hann það mikið að Atkinson varð að hætta keppni. Hann slapp þó við meiðsli og hefur örugglega séð eitthvað spaugilegt við óheppni sína undir stýri þann daginn. Rowan Atkinson er með ólæknandi bíladellu og á til dæmis McLaren F1 bíl. Sá bíll hefur líka fengið að finna fyrir aksturslagi Atkinson og hefur hann tvisvar lent í árekstri á honum. Ávallt hefur hann þó sloppið vel úr þessum árekstrum. Atkinson virðist ekki vera alls varnað þegar kemur að kappakstri, en hann átti um tíma hraðasta hringinn í akstursbraut Top Gear bílaþáttarins. Hann á það líka til að skrifa greinar í bresk bílatímarit og gleður lesendur sína þar líkt og með persónusköpun sinni á ólíkindatólinu Mr. Bean. Rowan Atkinsons ekur um á McLaren F1. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent
Grínistinn Rowan Atkinson, sem hvað þektkastur er sem Mr. Bean, er forfallinn bílaáhugamaður og tíður þátttakandi í bílasporti hverskonar. Hann var einn keppanda í kappakstrinum Goodwood Revival í Bretlandi í síðustu viku, þar sem keppt er á eldri bílum. Það fór ekki betur fyrir „Bauninni“ þar en svo að hann lenti í heilmiklum árekstri og stórskemmdi bílinn sem hann ók. Það var bíll af eldri gerðinni, Ford Falcon Sprint og skemmdist hann það mikið að Atkinson varð að hætta keppni. Hann slapp þó við meiðsli og hefur örugglega séð eitthvað spaugilegt við óheppni sína undir stýri þann daginn. Rowan Atkinson er með ólæknandi bíladellu og á til dæmis McLaren F1 bíl. Sá bíll hefur líka fengið að finna fyrir aksturslagi Atkinson og hefur hann tvisvar lent í árekstri á honum. Ávallt hefur hann þó sloppið vel úr þessum árekstrum. Atkinson virðist ekki vera alls varnað þegar kemur að kappakstri, en hann átti um tíma hraðasta hringinn í akstursbraut Top Gear bílaþáttarins. Hann á það líka til að skrifa greinar í bresk bílatímarit og gleður lesendur sína þar líkt og með persónusköpun sinni á ólíkindatólinu Mr. Bean. Rowan Atkinsons ekur um á McLaren F1.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent