Viðskipti erlent

Facebook-fjárfestir sakar stjórn Twitter um að reykja gras

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Orð Thiel hafa vakið athygli.
Orð Thiel hafa vakið athygli.
Orð fjárfestisins Peter Thiel um stjórnendur samskiptamiðilsins Twitter hafa vakið athygli. Thiel, sem var fyrstur til þess að leggja fé í Facebook, sagði í viðtali á CNBC að svo virtist sem stjórnendur Twitter reyktu mikið gras og það bitnaði á gengi fyrirtæksins.

„Það er erfitt að meta Twitter. Fyrirtækið er mjög efnilegt en því er hræðilega illa stýrt. Líklega er mikið gras reykt þar. En vörumerkið er svo sterkt að fyrirtækinu gengur vel þrátt fyrir allt,“ sagði Thiel.

Bijan Sabet, sem hefur fjárfest í Twitter, svaraði Thiel í tísti og sagði: „Ég hef aldrei hitti Peter, en orð hans eru mjög ljót, kjánaleg og röng.“

Á vef Business Insider kemur fram að annað ársfjórðungsuppgjör Twitter hafi sýnt góða afkomu; verið betra en menn á Wall Street höfðu búist við.

Business Insider bendir einnig á að Thiel hafi mjög fastmótaðar hugmyndir um frumkvöðlastarfsemi. Hann telur að of margir fari í háskóla og hefur sagst vilja búa til frjálslynt ríki á palli úti á hafi. Jason Goldman, stjórnarmaður Twitter, notaði einmitt þessar hugmyndir til þess að svara Thiel:

„Hversu skakkur varstu þegar þú vildi búa á palli úti á hafi?

„Þetta er eins og...nei þetta *er* Vatnaveröld, maður,““ sagði Goldman í gegnum Twitter.

Hér að neðan má sjá Thiel á CNBC og heyra orð hans.

Hér má svo sjá tístið frá Goldman:





Fleiri fréttir

Sjá meira


×