Viðskipti erlent

Ritvélaapp Tom Hanks slær í gegn

Atli Ísleifsson skrifar
Óskarsverðlaunahafinn virðist vera sérlegur áhugamaður um gamaldags ritvélar.
Óskarsverðlaunahafinn virðist vera sérlegur áhugamaður um gamaldags ritvélar. Mynd/AppStore, Getty
Hanx Writer, nýtt ritvélaapp sem bandaríski leikarinn Tom Hanks átti þátt í að þróa, er nú mest sótta appið í appverslun Apple.

Appið kemur í þremur útgáfum fyrir iPad spjaldtölvur þar sem grunnútgáfan fæst án endurgjalds.

Í grein Guardian kemur fram að Hanks segi upplifunina að skrifa á gamaldags ritvél, með meðfylgjandi hljóðum, hafa veitt honum innblástur til að þróa appið.

„Undir lok áttunda áratugarins keypti ég ritvél, nægilega handhæga til að ferðast með um heiminn og sterkbyggða til að þola áratugi af tíu fingra áslætti,“ segir Hanks á kynningarsíðu appsins. Segist hann hafa keypt margar ritvélar síðan, og líkir notkun ritvéla við mýkri útgáfu af því að höggva texta í stein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×