Viðskipti erlent

Google tekur þátt í lagningu sæstrengs milli Asíu og Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Google mun ásamt fimm öðrum fyrirtækjum leggja sæstreng yfir Kyrrahafið. Strengurinn er hraðvirkari en þekkist í dag og verður kerfið kallað „FASTER“, en flutningsgeta strengsins verður um 60 terabit á sekúndu.

Sá hraði dugar til flytja um tvö þúsund óþjappaðar kvikmyndir í hágæða upplausn.

Auk Google koma að verkefninu, China Mobile International, China Telecom Global, KDDI, SingTel, Global Transit og NEC.

Kostnaður við lagningu strengsins er talinn vera um 300 milljónir dollara, en það samsvarar tæpum 35 milljörðum króna.

Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að stengurinn verði lagður frá Bandaríkjunum til Japan og þaðan muni hann tengjast við önnur kerfi og bæta hraða og mögulega gagnaflutninga víða um Asíu. Mbl sagði frá málinu í morgun.

Framkvæmdin mun hefjast fljótlega og er vonast til að mögulegt verði að taka strenginn í notkun á fyrri helmingi ársins 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×