Viðskipti erlent

Cisco segir upp 6.000

Finnur Thorlacius skrifar
Cisco er risastórt fyrirtæki á netbúnaðarmarkaðnum.
Cisco er risastórt fyrirtæki á netbúnaðarmarkaðnum.
Bandaríska netbúnaðarfyrirtækið Cisco ætlar að segja upp 6.000 starfsmönnum á næstunni. Þetta eru svosem engar nýjar fréttir frá Cisco, en á síðustu fjórum árum hefur fyrirtækið sagt upp þúsundum manns.

Það segir þó ekki alla söguna því á meðan hefur Cisco bæði keypt önnur skyld fyrirtæki og ráðið annað fólk til starfa þannig að raunfjölgun hefur orðið á síðustu 4 árum. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs störfuðu 74.000 manns hjá Cisco.

Þessi niðurskurður nú telur því um 8% af starfsfólki Cisco. Cisco hefur ekki viljað gefa upp í hvaða deildum þess mesti niðurskurðurinn verður, né í hvaða löndum. Hagnaður Cisco minnkaði um 5% á milli áranna 2013 og 2012. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×