Viðskipti erlent

Mikið tap á Twitter

Jakob Bjarnar skrifar
Mikið tap var á 2. ársfjórðungi, talsvert meira en var í fyrra og féllu hlutabréf mjög í verði eftir að það lá fyrir.
Mikið tap var á 2. ársfjórðungi, talsvert meira en var í fyrra og féllu hlutabréf mjög í verði eftir að það lá fyrir.
Talsmenn samfélagsmiðilsins Twitter tilkynntu að fyrirtækið hafi tapað sem nemur 145 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi, eða frá mars til júní.

Þetta er þrefalt meira tap en var á sama tímabili fyrir ári. Að sögn talsmanna Twitter eru liðlega 270 milljónir notenda samfélagsmiðilsins í mánuði hverjum, sem er 24 prósenta auking sé miðað við sama tíma í fyrra.

Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um meira en 35 prósent eftir að tilkynningin um hið hressilega tap barst, og má þá hækkun rekja til frekna um aukinn fjölda notenda. Þessi notendaaukning er að verulegu leyti rakin til notkunar sem jókst mjög meðan á heimsmeistaramótinu í Brasilíu stóð. Menn trúa því að Twitter takist að halda í þá notendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×