Viðskipti erlent

Ryanair með jákvæða afkomuviðvörun

Finnur Thorlacius skrifar
Vel gengur hjá írska lággjaldaflugfélaginu.
Vel gengur hjá írska lággjaldaflugfélaginu.
Vel gengur hjá stærsta lággjaldaflugfélagi Evrópu, Ryanair, en hagnaður írska flugfélagsins meira en tvöfaldaðist á öðrum ársfjórðung þessa árs. Hagnaðurinn nam 30,6 milljörðum króna en var 12,1 milljarðar í fyrra.

Ekki er þessi góða afkoma Ryanair í takti við gengi margra annarra flugfélaga í Evrópu en nýverið greindu Air France-KLM og Lufthansa frá minni hagnaði er spár þeirra gerðu ráð fyrir. Ný spá um hagnað Ryanair á þessi ári hefur verið hækkuð frá 90-97 milljörðum króna í 97-101 milljarð króna.  

Ryanair ætlar áfram að auka sætaframboð sitt næsta vetur og verða 8% fleiri sæti í boði, bæði á núverandi og nýjum flugleiðum. Í fyrra hóf Ryanair að kynna farþegavænni þjónustu sem markaði mikla stefnubreytingu á þjónustu þess og virðist sú stefna ætla að skila félaginu tilætluðum árangri. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×