Viðskipti erlent

Snapchat sækir á

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot
Fyrirtækið Snapchat tilkynnti í gær að í forritinu snjallsímaforritinu Snapchat yrði nú mögulegt að eiga myndsímtöl milli notenda þess. Þannig er fyrirtækið að sækja gegn öðrum samskiptamiðlum eins og WhatsApp, sem er í eigu Facebook.

Fjallað er um þetta á vef NBC News.

Fyrir breytingarnar gátu notendur Snapchat eingöngu sent skilaboð í textaformi við myndir sem sendar voru til annarra notenda.

Bæði er um að ræða stök myndbönd á milli notenda sem hverfa eftir að horft er á þau og myndsímtöl þar sem tveir aðilar tala saman í gegnum forritið.

Frekari upplýsingar má sjá á bloggsíðu Snapchat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×